Fara í efni

Skilmálar

Það er á ábyrgð viðskiptavinar að lesa vel yfir allan texta á próförk. Kompan hönnun tekur ekki ábyrgð á prentvillum þar sem að viðskiptavinur sendir texta hér á síðunni. Ekki er hægt að skila vöru - því allar vörur eru sérhannaðar fyrir hvern og einn viðskiptavin. 

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Hver vara er sérhönnuð fyrir hvern viðskiptavin og sendir hönnuður hjá Kompan hönnun honum próförk innan 1-2 virkra daga. Þegar viðskiptavinur er ánægður með sína próförk, þá er varan send í prentun. Ekki er hægt að breyta þegar vara er farin í prentun. Ef viðskiptavinur sendir ekki allar upplýsingar sem þarf við pöntun, þá getur hönnuður ekki klárað tillögu fyrir viðskiptavin.

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk.

Sendingarkostnaður er innifalinn í verðinu.

Ef viðskiptavinur er á höfðuborgarsvæðinu, þá er yfirleitt fljótlegra að sækja hjá Pixel, Ármúla 1, Reykjavík en þeir prenta allt efni fyrir okkur. 

Ef vara er send með Póstinum þá tekur það 2-4 daga.

Af öllum pöntunum dreift af Póstinum gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Kompan hönnun ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að hún er send frá Kompan hönnun til viðkomandi - er tjónið á ábyrgð kaupanda. 

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands Eystra.