Fara í efni

Algengar spurningar

Hvar skrifa ég textann minn? Eftir greiðslu kemur upp gluggi þar sem þú skrifar þinn texta og setur myndir í viðhengi.

Hannar viðskiptavinur boðskortið sjálfur? Nei, grafískur hönnuður hjá Kompan hönnun hannar boðskortið í því útliti sem viðskiptavinur verslar með texta og mynd sem hann sendir. Viðskiptavinur fær tillögu senda í tölvupósti.

Hvað er afgreiðslutími boðskorts langur? Við gefum okkur 1-2 virka daga í hönnun. Við sendum viðskiptavini tillögu og vinnum sameiginlega af útkomu sem allir verða ánægðir með. Því næst er boðskortið sent í prentun og viðskiptavinur fær tölvupóst þegar kortið er tilbúið eða það er sent beint með pósti til viðskiptavinar.

Er hægt að breyta litum og letri í boðskorti? Já það er hægt. Hafið samband kompan@kompanhonnun.is

Ég er með tvær veislur. Er það dýrara? Ef boðskortið er eins í báðum veislum - bara dagsetning eða tími mismunandi og allt prentað á sama tíma, þá er það ekki dýrara.

Á hvernig pappír er prentað? Við prentum öll boðskort á Svansvottaðan pappír, Munken Polar 300 gr. sem er þykkur og mjúkur pappír.

Geti þið breytt litmyndum í svart hvítar? Já við vinnum allar myndir og gerum þær tilbúnar fyrir prentun.

Fylgja umslög? Hvít umslög fylgja með boðskortum en ekki með kortum sem eru umslagaboðskort. Því miður erum við ekki með umslög í lit.

Ég vil sérhannað boðskort, er það dýrara? Já það er dýrara að láta sérhanna fyrir sig boðskort. Hafðu samband við kompan@kompanhonnun.is og við ræðum saman.